Markmið verðlaunanna er að heiðra íslenska myndlistarmenn eða myndlistarmenn sem búsettir eru á Íslandi og vekja athygli á því sem vel er gert á sviði myndlistar en jafnframt veita einstaka myndlistarmönnum mikilvæga viðurkenningu og hvetja til nýrrar listsköpunar. Myndlistarráð stendur að baki myndlistarverðlaunanna.“
Glæsilegt samansafn listamanna fékk tilnefningar í ár í flokki „Myndlistarmaður ársins“ og „Hvatningarverðlaun“. Opið var fyrir innsendar tillögur í ársbyrjun en sérstaklega skipuð dómnefnd ákvað tilnefningar og verðlaunahafa.