LIST Í ALMENNINGSRÝMI Billboard, sem rekur auglýsingaskjái í strætóskýlum og við gatnamót á höfuðborgarsvæðinu, efndi í haust til opinnar samkeppni um myndlistarverk í almenningsrými í samstarfi við Y gallery og Listasafn Reykjavíkur. Dagana 1.–5. janúar 2022 verður Auglýsingahlé á yfir 350 stafrænum flötum Billboard um allt höfuðborgarsvæðið. Þessi tími verður helgaður sýningu á nýju verki […]
Piparkökuhús Krónan var með skemmtilega hugmynd í gangi á tveimur strætóskýlum í desember 2021 sem voru merkt eins og piparkökuhús.
Átak Eyjólfs Pálssonar í Epal Í lok október 2021 fór af stað auglýsingaherferð Eyjólfs Pálssonar til að kynna fjölbreytileika íslenskrar hönnunar. Á stórum skjáum og strætóskýlum voru fjölmargar myndir settar í birtingu til að vekja athygli á málefninu. Hægt er að sjá sýnishorn af þeim á vef hönnunarmiðstöðvar: https://www.honnunarmidstod.is/ha-frettir/thetta-er-islensk-honnun
Pågen pokinn í Hafnarstræti og hjá Kringlunni Skemmtileg heilmerking á tveimur auglýsingastöndum fyrir ÓJK. Standarnir voru heilklæddir eins og Pågen Gifflar pokar, í miðjunni var hægt að sjá í LED skjáinn og þar hurfu snúðarnir einn af öðrum þannig að þegar sá síðast hvarf, þá stóð "Hver tók síðasta snúðinn?" Sjá nánar myndagallerý og myndskeið [...]
Mjúkís ársins glaðningur í Lækjargötu Kjörís kynnti Mjúkís ársins í strætóskýlum í Lækjargötu. Markmiðið var að kynna Mjúkís ársins og gleðja vegfarendur. Kjörís heilmerkti 2 skýli með hönnun frá Brandenburg. Inn í annað skýlið settu þau kæli og gáfu vegfarendum ís. Um var að ræða "mennskan sjálfsala" þar sem vegfarendur fengu Mjúkís ársins. Ljúf tónlist spilaðist [...]
Langtímasamningur í höfn milli Billboard og Vals knattspyrnufélags Knattspyrnufélagið Valur og Billboard ehf. hafa skrifað undir langtíma-samstarfssamning um rekstur auglýsingaskiltis við Hlíðarenda. Tveir skjáir eru áskiltinu og verður þeim þriðja bætt við síðar á þessu ári. „Það er algjörlega frábært að fá Valsmenn til samstarfs við okkur. Þetta er súviðbót sem okkur vantaði til að ná til allra anga höfuðborgarsvæðisins [...]