Barbie The Movie Í tilefni af frumsýningu nýrrar Barbie kvikmyndar var strætóskýlið á Miklubraut v. Klambratún heilmerkt í Barbie stíl. Skýlið kom einstaklega vel út og vakti verðskuldaða athygli vegfarenda. Verkefnið var unnið í samstarfi við Samfilm og Velmerkt.
Veðurnæmar auglýsingar Krónunnar í samstarfi við Púls Media Krónan var með veðurstýrt efni á skjáum Billboard og Buzz, skemmtilegur nýr valmöguleiki sem var útfærður í samstarfi við Púls Media, sem bjóða upp á sjálfvirkar auglýsingar. Sjá nánar hér: Frétt hjá Viðskiptablaðinu
Nova - Elskum Öll Nova setti nýverið í gang markaðsvef tengdan nýjustu herferðinni þeirra “Elskum öll” þar sem netverjum stendur til boða að setja inn nafn sitt og þess sem þeir elska. Nöfnin birtast svo á skiltum og í strætóskýlum út um allan bæ. Hér má sjá stiklu frá herferðinni:
ÍSLENSKU MYNDLISTAVERÐLAUNIN 2023 Markmið verðlaunanna er að heiðra íslenska myndlistarmenn eða myndlistarmenn sem búsettir eru á Íslandi og vekja athygli á því sem vel er gert á sviði myndlistar en jafnframt veita einstaka myndlistarmönnum mikilvæga viðurkenningu og hvetja til nýrrar listsköpunar. Myndlistarráð stendur að baki myndlistarverðlaunanna.“ Glæsilegt samansafn listamanna fékk tilnefningar í ár í flokki [...]
HRAFNKELL TILNEFNDUR TIL VERÐLAUNA FYRIR AUGLÝSINGAHLÉ BILLBOARD Verk Hrafnkells Sigurðssonar, Upplausn, var fyrir valinu fyrir Auglýsingahlé Billboard 1. -5. janúar 2022 og hefur hann nú verið tilnefndur til Íslensku myndlistarverðlaunanna af því tilefni. „Það er mat dómnefndar að með því að nýta auglýsingaskiltin hafa Hrafnkell og fleiri opnað nýja leið til að miðla myndlist en [...]
Auglýsingahlé Billboard 2023 Fyrstu 3 daga ársins stendur Billboard að listsýningu á öllum sínum stafrænum skjáum sem eru nærri 400 talsins. Listamaðurinn er Sigurður Ámundason og sýnir hann fjölbreytt verk og nefnir sýninguna Rétthermi. Þetta er í annað sinn sem Auglýsingahlé Billboard fer fram í byrjun árs.