Fréttir

FRÓÐLEIKUR

Barbie The Movie

Barbie The Movie Í tilefni af frumsýningu nýrrar Barbie kvikmyndar var strætóskýlið á Miklubraut v. Klambratún heilmerkt í Barbie stíl. Skýlið kom einstaklega vel út og vakti verðskuldaða athygli vegfarenda. Verkefnið var unnið í samstarfi við Samfilm og Velmerkt.

Veðurnæmar auglýsingar Krónunnar

Veðurnæmar auglýsingar Krónunnar í samstarfi við Púls Media Krónan var með veðurstýrt efni á skjáum Billboard og Buzz, skemmtilegur nýr valmöguleiki sem var útfærður í samstarfi við Púls Media, sem bjóða upp á sjálfvirkar auglýsingar. Sjá nánar hér:  Frétt hjá Viðskiptablaðinu

Nova – Elskum öll

Nova - Elskum Öll Nova setti nýverið í gang markaðsvef tengdan nýjustu herferðinni þeirra “Elskum öll” þar sem netverjum stendur til boða að setja inn nafn sitt og þess sem þeir elska. Nöfnin birtast svo á skiltum og í strætóskýlum út um allan bæ. Hér má sjá stiklu frá herferðinni:

Íslensku myndlistarverðlaunin 2023

ÍSLENSKU MYNDLISTAVERÐLAUNIN 2023 Markmið verðlaunanna er að heiðra íslenska myndlistarmenn eða myndlistarmenn sem búsettir eru á Íslandi og vekja athygli á því sem vel er gert á sviði myndlistar en jafnframt veita einstaka myndlistarmönnum mikilvæga viðurkenningu og hvetja til nýrrar listsköpunar. Myndlistarráð stendur að baki myndlistarverðlaunanna.“ Glæsilegt samansafn listamanna fékk tilnefningar í ár í flokki [...]

Hrafnkell tilnefndur til verðlauna fyrir Auglýsingahlé Billboard

HRAFNKELL TILNEFNDUR TIL VERÐLAUNA FYRIR AUGLÝSINGAHLÉ BILLBOARD Verk Hrafnkells Sigurðssonar, Upplausn, var fyrir valinu fyrir Auglýsingahlé Billboard 1. -5. janúar 2022 og hefur hann nú verið tilnefndur til Íslensku myndlistarverðlaunanna af því tilefni. „Það er mat dóm­nefndar að með því að nýta aug­lýsinga­skiltin hafa Hrafn­kell og fleiri opnað nýja leið til að miðla mynd­list en [...]

Auglýsingahlé Billboard 2023

Auglýsingahlé Billboard 2023 Fyrstu 3 daga ársins stendur Billboard að listsýningu á öllum sínum stafrænum skjáum sem eru nærri 400 talsins. Listamaðurinn er Sigurður Ámundason og sýnir hann fjölbreytt verk og nefnir sýninguna Rétthermi. Þetta er í annað sinn sem Auglýsingahlé Billboard fer fram í byrjun árs.