Hönnun og skil

  HÖNNUN OG SKIL

  SKILAUPPLÝSINGAR

  FYRIR BILLBOARD LED SKJÁI (STÓRIR 6m x 4m)

  Almenn stærð:
  1000 x 652 pixlar. (Landscape)

  Aðrar stærðir:
  Húsgagnahöllin: 1536 x 512 pixlar. (Landscape)
  Hlíðarendi #1&#2 og Dugguvogur: 640 x 480 pixlar. (Landscape)

  Skráarsnið: JPG eða PNG

  Myndskeið/hreyfimyndir: Ekki leyfðar

  Skriftur/vefborðar: 800 x 522 pixlar landscape > skalanlegar (responsive), hafa bakgrunn svartan

  Leyfilegar myndir eru JPG eða PNG, hámarksþyngd 1 MB (best að hafa eins létt og hægt er)

  FYRIR BUZZ (LED SKJÁI Í STRÆTÓSKÝLUM)

  Stærð: 400 x 600 pixlar (Portrait)

  Skráarsnið: JPG eða PNG

  Myndskeið/hreyfimyndir: Ekki leyfðar

  Skriftur/vefborðar: 384 x 576 pixlar portrait > skalanlegar (responsive)

  Leyfilegar myndir eru JPG eða PNG, hámarksþyngd 1 MB (best að hafa eins létt og hægt er)

  Spássía: 38 pixlar að ofan eða 6,4% – það er gert til þess að taka tillit til rauntímaupplýsinga frá Strætó sem eru efst á skjáunum. Bakgrunnurinn þarf alltaf að ná yfir allan flötinn (400 x 600 pixlar) því Strætóupplýsingarnar eru ekki á öllum skjáum. Sjá skýringarmyndir hér að neðan:

  Röng útfærsla

  Mynd með engri spássíu:  Virðist í lagi en virkar ekki þegar Strætó ramminn er kominn yfir.

  Röng útfærsla

  Mynd með engri spássíu og virkum Strætó ramma:  Hér er hluti af texta hulinn af Strætó rammanum.

  Rétt útfærsla

  Mynd með spássíu en engum Strætó ramma:  Þessi mynd virkar vel og þolir að fá Strætó ramma þegar það á við.

  Rétt útfærsla

  Mynd með spássíu og virkum Strætó ramma:  Hér sést að Strætó ramminn truflar ekki skilaboð auglýsanda.

  FYRIR FLETTISKILTI

  Stærð: 600 cm X 400 cm (Landscape)

  Upplausn: 40 dpi miðað við raunstærð og í RGB

  Skráarsnið: PDF, JPG eða PNG

  FYRIR PLAKÖT

  Stærð:

  Venjuleg stærð: 118,5 cm X 175 cm (Portrait)
  Stærri gerð: 125 cm X 182 cm (Portrait)

  Upplausn: 100 dpi miðað við raunstærð og í RGB

  Skráarsnið: PDF, JPG eða PNG

  FYRIR HAMRABORGINA (PRENTUN)

  Stærð:

  Án blæðingu sýnilegur flötur:  Breidd 11.75 m – Hæð 11,25 m (Portrait)
  Með blæðingu: Breidd 11,90 m – hæð 11,40 m

  Blæðing er aðeins að neðan og til hliðanna.

  Upplausn: 40 til 50 DPI

  Skráarsnið: PDF, JPG eða PNG

  FYRIR POSTER LED LEIGUSKJÁI

  Stærð:  256 x 768 pixlar (Portrait) á stakan skjá

  Fyrir video sem nær yfir 5 skjái:  1280 x 768 pixlar

  Skráarsnið: JPG, PNG og MP4

  HÖNNUNARLEIÐBEININGAR

  Hafið skilaboðin stutt og skýr – vegfarandi hefur lítinn tíma til að lesa.

  Veljið einfalt myndefni sem vegfarandi á auðvelt með að vera kennsl á og hafið bakgrunninn einfaldan.

  Notið liti sem virka vel saman, hafa hátt andstæðugildi.

  Notið stórt, auðlæsilegt letur. Forðist að nota eingöngu hástafi og passið að hæfilegt bil sé á milli stafanna, þ.e. að þeir standi ekki of þétt eða að það sé of mikið bil á milli þeirra.

  Látið vörumerkið koma skýrt fram.

  Hafið að lokum í huga að auglýsingaefni þarf að vera læsilegt úr mismundandi fjarlægðum, oft miðað við 300 metra +. Hafið þetta í huga við uppsetningu auglýsingaefnis

  Þegar kemur að litanotkun í auglýsingum á útimiðlum er gott að hafa í huga að ekki eru allar litasamsetningar jafn áhrifaríkar. Arthur og Passini (1992) bjuggu til reikniaðferð sem sýnir hvernig mismunandi litir virka saman. Í meðfylgjandi töflu má sjá helstu niðurstöður en þar hafa verið reiknuð andstæðugildi mismunandi litasamsetninga. Ef skorið er 70 eða hærra þá er viðkomandi litasamsetning í lagi. Ef skorið er lægra en 70 þá er ástæða til að endurskoða viðkomandi litasamsetningu og prófa aðra ef tryggja á læsileika skilaboðanna.

  Regnbogaland-6495-ColorTheory-tafla

  Hér er hægt að nálgast myndina á PDF formati.