Nova - Elskum Öll Nova setti nýverið í gang markaðsvef tengdan nýjustu herferðinni þeirra “Elskum öll” þar sem netverjum stendur til boða að setja inn nafn sitt og þess sem þeir elska. Nöfnin birtast svo á skiltum og í strætóskýlum út um allan bæ. Hér má sjá stiklu frá herferðinni:
Átak Eyjólfs Pálssonar í Epal Í lok október 2021 fór af stað auglýsingaherferð Eyjólfs Pálssonar til að kynna fjölbreytileika íslenskrar hönnunar. Á stórum skjáum og strætóskýlum voru fjölmargar myndir settar í birtingu til að vekja athygli á málefninu. Hægt er að sjá sýnishorn af þeim á vef hönnunarmiðstöðvar: https://www.honnunarmidstod.is/ha-frettir/thetta-er-islensk-honnun