Átak Eyjólfs Pálssonar í Epal Í lok október 2021 fór af stað auglýsingaherferð Eyjólfs Pálssonar til að kynna fjölbreytileika íslenskrar hönnunar. Á stórum skjáum og strætóskýlum voru fjölmargar myndir settar í birtingu til að vekja athygli á málefninu. Hægt er að sjá sýnishorn af þeim á vef hönnunarmiðstöðvar: https://www.honnunarmidstod.is/ha-frettir/thetta-er-islensk-honnun
HRAFNKELL TILNEFNDUR TIL VERÐLAUNA FYRIR AUGLÝSINGAHLÉ BILLBOARD Verk Hrafnkells Sigurðssonar, Upplausn, var fyrir valinu fyrir Auglýsingahlé Billboard 1. -5. janúar 2022 og hefur hann nú verið tilnefndur til Íslensku myndlistarverðlaunanna af því tilefni. „Það er mat dómnefndar að með því að nýta auglýsingaskiltin hafa Hrafnkell og fleiri opnað nýja leið til að miðla myndlist en [...]