TM netöryggi

October 31, 2022
by
in news
No Comments
TM netöryggi

TM netöryggi

Mánudaginn 31.október sl. birtust TM auglýsingar með áherslu á netöryggismál ásamt því að vakin var athygli á að tryggingafélagið er það eina sem býður upp á netöryggistryggingar.

Valdir voru 6 Billboard  og 18 Buzz skjáir fyrir yfirtökur þennan dag. Framan af degi var auglýsingaefnið þannig að vegfarendur áttu að halda að hakkarar hefðu yfirtekið viðkomandi skjá og væru að heimta lausnafé. Kl.14:00 var skipt um efni þar sem vörumerkið varð sýnilegt og svaraði um leið spurningunni um hvað hafði eiginlega verið í gangi á viðkomandi skjáum.

Fyrstu skilaboðin bárust upp úr klukkan sjö um morguninn um að búið væri að hakka skjáina og urðu skilaboð, símhringingar og tölvupóstar fjöldamörg fyrir klukkan níu þann daginn. Frétt var komin eldsnemma í loftið á frettabladid.is. MBL.is og Visir.is fylgdu svo í kjölfarið og þjóðin fylgdist spent með framgangi málsins.

TM fékk fyrir vikið mikla umfjöllun á vefmiðlum ásamt umfjöllun í fréttatímum og viðtal á Bylgjunni seinnipartinn svo eitthvað sé nefnt af þeirri miklu umfjöllun sem spratt upp vegna málsins.

Virkilega vel heppnuð auglýsingaherferð hjá TM.

Smellið hér til að sjá myndskeið af ferðalagi á milli skjáa.

You May Also Like