Listgjörningur CozYboy á visir.is

December 29, 2020
by
in news
No Comments
Listgjörningur CozYboy á visir.is

Á RÚV og visir.is var umfjöllun um skemmtilegan listgjörning CozYboy:

Listamaðurinn CozYboy opnaði í gær sýninguna Becoming Richard á 287 auglýsingaskjám sem eru á strætóskýlum og risa LED skiltum við fjölförnustu gatnamót á á höfuðborgarsvæðinu. CozYboy gefur ekki upp raunverulegt nafn sitt en á auglýsingaskiltunum má sjá ýmiskonar skilaboð sem hafa vakið athygli vegfarenda.

Meðal annars stendur á einum stað: Nine Lives – Says Who?? Bubbi Morthens !!! LOL Gimmi A Break!

„Þegar fólkið getur ekki komið að skoða myndlist vegna fjöldatakmarkana verður myndlistin að koma til fólksins,“ segir CozYboy um sýninguna sína Becoming Richard.

„Söfn og gallerí glíma við svipaðan vanda og hefðbundnir fjölmiðlar. Fullt af fólki er hætt að teygja sig eftir efni. Í staðinn treystir það á að áhugaverðir hlutir komi til þess, ýmist þegar aðrir deila hlekkjum á samfélagsmiðlunum eða algóritmar tæknifyrirtækjanna para það saman við efni eða jafnvel annað fólk. Og nú á þessum einstöku og ógnvekjandi tímum hefur vandi safna og gallería margfaldast.“

Hann segir þetta vera tilraun til annarskonar nálgunar á auglýsingaskiltum. Tilraun til að koma list á framfæri sem nýtir sér þessa nýju tækni.

„Með því að birta verkin svona tala þau eingöngu fyrir sig sjálf. Það veit enginn hver ég er og milli verkanna og þeirra sem sjá þau eru hvorki algoritmar né deilingar. Engar fyrirfram skoðanir fylgja þeim. Þetta er gagnsæupplifun á ógagnsæum tímum,“ segir CozYboy.

„Eftir þessar tvær vikur sem sýningin er í gangi má alveg gera ráð fyrir að fleiri hafi séð sýninguna en nokkra aðra íslenska myndlistarsýningu á árinu,“ segir hann jafnframt og bætir við að verkin séu ekki til sölu að svo stöddu.

https://www.visir.is/g/20202054100d

You May Also Like