Billboard og Valur gera langtímasamning

February 22, 2021
by
in news
No Comments
Billboard og Valur gera langtímasamning

Langtímasamningur í höfn milli Billboard og Vals knattspyrnufélags

Knattspyrnufélagið Valur og Billboard ehf. hafa skrifað undir langtíma-
samstarfssamning um rekstur auglýsingaskiltis við Hlíðarenda. Tveir skjáir eru á
skiltinu og verður þeim þriðja bætt við síðar á þessu ári.

„Það er algjörlega frábært að fá Valsmenn til samstarfs við okkur. Þetta er sú
viðbót sem okkur vantaði til að ná til allra anga höfuðborgarsvæðisins með stóru
skjáunum okkar. Í sumar munum við breyta nokkrum skiltum úr flettiskiltum
í LED og þessi staðsetning smellpassaði við þau áform okkar að geta birt
skilaboð fyrir sem flesta höfuðborgarbúa. Skiltið við Hlíðarenda er það skilti sem
er staðsett vestast í borginni og það hentaði okkar áformum afar vel“, segir
Vésteinn Gauti Hauksson, framkvæmdastjóri Billboard ehf.

Skjáir Valsmanna færast þannig undir umhverfismiðlanet Billboard og Buzz, sem
telur nú 20 stóra LED skjái, 50 flettiskiltafleti, 260 LED skjái í biðskýlum
strætisvagna og 350 upplýsta fleti fyrir prentuð plaköt í biðskýlum strætisvagna.

Billboard er nú þegar í samstarfi við fjölmörg íþróttafélög
á suðvesturhorni landsins.

„Auglýsendur geta að sjálfsögðu náð til nánast allra höfuðborgarbúa daglega
með skjáum okkar í biðskýlunum en nú getum við boðið upp á nánast
sömu dekkun með stóru skiltunum líka. Það eru frábærar fréttir fyrir
auglýsendur“, segir Vésteinn.

Nánari upplýsingar veitir Vésteinn Gauti Hauksson,
framkvæmdastjóri Billboard ehf.

You May Also Like