LÁTTU SJÁ ÞIG

Við færum þín skilaboð til fjöldans
tm-skilti960x540px

ÁRANGURSRÍKARI AUGLÝSINGA­BIRTINGAR

Umhverfismiðlar eru áhrifaríkur og hagkvæmur auglýsingakostur sem býður upp á ótal tækifæri til að ná til neytenda á ferð um höfuðborgarsvæðið og nágrenni. Fólk fer oftast sömu leiðirnar og rannsóknir sýna að neytendur sem sjá sama vörumerkið endurtekið eru líklegir til að velja það umfram önnur. Dreifing um allt höfuðborgarsvæðið gefur því möguleika á mikilli dekkun – og tíðni á stuttum tíma.

SNIÐIÐ AÐ ÞÍNUM ÞÖRFUM

Billboard og Buzz laga sig að þínum þörfum, hvort sem þær tengjast uppbyggingu vörumerkja, þar sem endurtekning skilaboða yfir langan tíma skiptir mestu máli, eða markaðssetningu til skemmri tíma, þar sem öllu skiptir að fá fólk til að bregðast hratt við. Þín markmið skipta okkur máli og við hjálpum þér að ná þeim.

KOSTIR UMHVERFISMIÐLA

  • Mikil dekkun og há tíðni
  • Stækkar vörumerkið í huga neytandans
  • Neytandi sem sér sama vörumerkið víða er líklegri til að kaupa það vörumerki en önnur

KOSTIR LED MIÐLA

  • Umhverfisvænni kostur
  • Meiri sveigjanleiki og mögulegt að birta mörg mismunandi skilaboð yfir daginn
umhverfismidlar-960x540px
arnaldur-960x540px2

STAFRÆNN SVEIGJANLEIKI

Stór hluti okkar skilta er stafrænn, sem eykur hagkvæmni og bætir árangur, ásamt því að vera umhverfisvænni kostur en prentað efni. Þín auglýsing skilar sér alltaf jafn skýrt til neytandans því birtustig skjásins lagar sig að birtustigi umhverfisins hverju sinni. Miðlægt kerfi gerir það að verkum að auðvelt er að skipta út auglýsingum eða breyta þeim með litlum fyrirvara.

Vissir þú að...

BILLBOARD ER UMHVERFISVÆNT FYRIRTÆKI

LED skiltin eru umhverfisvænn kostur sem nýtir endurnýjanlega orku og sparar mikla prentun. Þegar nauðsynlegt er að prenta notum við ýmist endurunninn pappír eða sjáum til þess að pappírnum sé fargað á réttan máta í samstarfi við HP gáma.

Endurvinnslumerkið