Rafræn vöktun Reykjavík

Notkun eftirlitsmyndavéla
í biðskýlum strætisvagna í Reykjavík

See English version below.

 

Vöktun og tilgangur

Rafræn vöktun með notkun eftirlitsmyndavéla á sér stað við og í biðskýlum strætisvagna í Reykjavík.

Vöktunin fer fram í öryggis- og eignavörsluskyni í þeim tilgangi að verja eignir ábyrgðaraðila, Billboard ehf.

Vinnslan byggir á lögmætum hagsmunum Billboard ehf., í skilningi laga nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga („persónuverndarlög“).

Tegundir persónuupplýsinga 

Myndefni úr eftirlitsmyndavélum þar sem sjá má einstaklinga sem eiga leið í eða við biðskýli strætisvagna í Reykjavík og athafnir viðkomandi.

Varðveislutími myndefnis

Myndefni úr eftirlitsmyndavélum er eytt í síðasta lagi að 30 dögum liðnum. Sé þörf á að geyma myndefni lengur er þess gætt að uppfyllt séu skilyrði laga og reglna, einkum reglna Persónuverndar nr. 50/2023 um rafræna vöktun.

Viðtakendur

Myndefni er einungis aðgengilegt ábyrgðaraðilum. Myndefni sem kann að geyma upplýsingar um slys eða refsiverðan verknað getur þó eftir atvikum jafnframt verið afhent lögreglu og/eða tryggingafélagi. Að öðru leyti er myndefni ekki afhent nema á grundvelli heimildar skv. reglum Persónuverndar um rafræna vöktun nr. 50/2023.

Réttindi einstaklinga

Einstaklingar sem sjást á myndefni eiga réttindi á grundvelli persónuverndarlaga. Þeir geta þannig m.a. átt rétt til aðgangs að því efni og eftir atvikum að fá afrit af myndefni, rétt til að láta eyða efni, takmarka vinnslu og/eða rétt til að fá efnið sent til sín eða þriðja aðila. Réttindi þessi eru þó ekki fortakslaus og eru þau m.a. háð því að þau skerði ekki réttindi og frelsi annarra einstaklinga.

Beiðni um að nýta réttindi skal senda Billboard ehf. skriflega á netfangið personuvernd@billboard.is.

Réttur til að kvarta til Persónuverndar

Þeir sem sæta rafrænni vöktun eiga rétt á að leggja fram kvörtun hjá Persónuvernd, eða hjá eftirlitsstjórnvaldi viðkomandi lands þar sem þeir starfa/búa á EES/ESB-svæðinu, ef þeir telja að vinnsla persónuupplýsinga um sig stangist á við skilyrði persónuverndarlaga. Sjá nánar á www.personuvernd.is.

Ábyrgðaraðilar vinnslu

Billboard ehf. og Reykjavíkurborg koma fram sem sameiginlegir ábyrgðaraðilar í tengslum við vöktunina, í skilningi persónuverndarlaga.

Reykjavíkurborg hefur heimilað vöktunina á borgarlandi þar sem biðskýli eru staðsett. Billboard ehf. viðhefur vöktunina sjálfa, tryggir lögmæti hennar, ber ábyrgð á fræðslu til þeirra einstaklinga sem henni sæta, sér til þess að öryggisráðstafanir séu fullnægjandi og að myndefnið sé ekki varðveitt lengur en nauðsynlegt er og í samræmi við fræðslu þessa.

Billboard ehf. Reykjavíkurborg
Ármúla 25,
108 Reykjavík
Tjarnargötu 11,
101 Reykjavík
Sími: 546-1414 Sími: 411 1111
Netfang:
birtingar@billboard.is
Netfang: upplysingar@reykjavik.is
Persónuverndarfulltrúi:

personuvernd@billboard.is

Persónuverndarfulltrúi:

personuverndarfulltrui@
reykjavik.is

Gildistími og endurskoðun

Fræðsluefni þetta var síðast uppfært þann 1. apríl 2025. Ábyrgðaraðilar áskilja sér rétt til að uppfæra fræðsluna þegar þörf krefur.

Electronic Surveillance with CCTV
in bus shelters in Reykjavík

 

Surveillance and Purpose

Electronic surveillance using CCTV cameras takes place at and around bus shelters in Reykjavík.

The surveillance is conducted for security and asset protection purposes, to safeguard the property of the data controller, Billboard ehf.

The processing is based on the legitimate interests of Billboard, as defined by the Icelandic Act no. 90/2018 on Data Protection and Processing of Personal Data (“Data Protection Act”).

Types of Personal Data

Video footage from CCTV cameras capturing individuals in or near bus shelters in Reykjavík and their activities.

Retention Period of Video Footage

Video footage from CCTV cameras is deleted no later than 30 days after recording. If there is a need to retain footage for a longer period, the requirements of applicable laws and regulations, particularly the Icelandic Data Protection Authority´s Rules no. 50/2023 on Electronic Surveillance, must be met.

Recipients

Video footage is only accessible to the data controllers. Footage that contains information regarding accidents or criminal activity may be provided to law enforcement and/or insurance companies as necessary. Otherwise, video footage is not shared with third parties unless authorized under the Icelandic Data Protection Authority´s Rules no. 50/2023 on Electronic Surveillance.

Rights of Data Subjects

Individuals captured in the footage have rights under the Data Protection Act. These rights may include access to the footage, obtaining a copy of it, requesting deletion, restricting processing, and/or receiving the footage for themselves or a third party. However, these rights are not absolute and are subject to conditions, including that they must not infringe upon the rights and freedoms of other individuals.

Requests to exercise these rights should be submitted in writing to Billboard via email at personuvernd@billboard.is.

Right to Lodge a Complaint to a Data Protection Authority

Individuals subjected to electronic surveillance have the right to lodge a complaint with the Icelandic Data Protection Authority, or with the local Data Protection Authority where they live or work within the EEA/EU-area, if they believe that the processing of their personal data violates data protection laws. More information may be found at the Icelandic Data Protection Authority´s website (www.personuvernd.is).

Data Controllers

Billboard and the Municipality of Reykjavík act as joint data controllers in relation to the surveillance, as defined by the Icelandic Data Protection Act.

Reykjavík Municipality has authorized the surveillance on public land where the bus shelters are located. Billboard carries out the surveillance itself, ensures its legality, is responsible for informing affected individuals, ensures that security measures are adequate, and that the footage is not retained longer than necessary and in accordance with this notice.

Billboard Reykjavík
Address:

Ármúli 25,
108 Reykjavík

Address:

Tjarnargata 11,
101 Reykjavík

Tel: +354 546-1414 Tel: 411 1111
E-mail:
birtingar@billboard.is
E-mail: upplysingar@reykjavik.is
Data Protection Officer:

personuvernd@billboard.is

Data Protection Officer:

personuverndarfulltrui@
reykjavik.is

Validity and Review

This information was last updated on April 1st, 2025. The controllers reserve the right to update this information as necessary.