Notkun eftirlitsmyndavéla
í biðskýlum strætisvagna í Reykjavík
See English version below.
Vöktun og tilgangur
Rafræn vöktun með notkun eftirlitsmyndavéla á sér stað við og í biðskýlum strætisvagna í Reykjavík.
Vöktunin fer fram í öryggis- og eignavörsluskyni í þeim tilgangi að verja eignir ábyrgðaraðila, Billboard ehf.
Vinnslan byggir á lögmætum hagsmunum Billboard ehf., í skilningi laga nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga („persónuverndarlög“).
Tegundir persónuupplýsinga
Myndefni úr eftirlitsmyndavélum þar sem sjá má einstaklinga sem eiga leið í eða við biðskýli strætisvagna í Reykjavík og athafnir viðkomandi.
Varðveislutími myndefnis
Myndefni úr eftirlitsmyndavélum er eytt í síðasta lagi að 30 dögum liðnum. Sé þörf á að geyma myndefni lengur er þess gætt að uppfyllt séu skilyrði laga og reglna, einkum reglna Persónuverndar nr. 50/2023 um rafræna vöktun.
Viðtakendur
Myndefni er einungis aðgengilegt ábyrgðaraðilum. Myndefni sem kann að geyma upplýsingar um slys eða refsiverðan verknað getur þó eftir atvikum jafnframt verið afhent lögreglu og/eða tryggingafélagi. Að öðru leyti er myndefni ekki afhent nema á grundvelli heimildar skv. reglum Persónuverndar um rafræna vöktun nr. 50/2023.
Réttindi einstaklinga
Einstaklingar sem sjást á myndefni eiga réttindi á grundvelli persónuverndarlaga. Þeir geta þannig m.a. átt rétt til aðgangs að því efni og eftir atvikum að fá afrit af myndefni, rétt til að láta eyða efni, takmarka vinnslu og/eða rétt til að fá efnið sent til sín eða þriðja aðila. Réttindi þessi eru þó ekki fortakslaus og eru þau m.a. háð því að þau skerði ekki réttindi og frelsi annarra einstaklinga.
Beiðni um að nýta réttindi skal senda Billboard ehf. skriflega á netfangið personuvernd@billboard.is.
Réttur til að kvarta til Persónuverndar
Þeir sem sæta rafrænni vöktun eiga rétt á að leggja fram kvörtun hjá Persónuvernd, eða hjá eftirlitsstjórnvaldi viðkomandi lands þar sem þeir starfa/búa á EES/ESB-svæðinu, ef þeir telja að vinnsla persónuupplýsinga um sig stangist á við skilyrði persónuverndarlaga. Sjá nánar á www.personuvernd.is.
Ábyrgðaraðilar vinnslu
Billboard ehf. og Reykjavíkurborg koma fram sem sameiginlegir ábyrgðaraðilar í tengslum við vöktunina, í skilningi persónuverndarlaga.
Reykjavíkurborg hefur heimilað vöktunina á borgarlandi þar sem biðskýli eru staðsett. Billboard ehf. viðhefur vöktunina sjálfa, tryggir lögmæti hennar, ber ábyrgð á fræðslu til þeirra einstaklinga sem henni sæta, sér til þess að öryggisráðstafanir séu fullnægjandi og að myndefnið sé ekki varðveitt lengur en nauðsynlegt er og í samræmi við fræðslu þessa.
Billboard ehf. | Reykjavíkurborg |
Ármúla 25, 108 Reykjavík |
Tjarnargötu 11, 101 Reykjavík |
Sími: 546-1414 | Sími: 411 1111 |
Netfang: birtingar@billboard.is |
Netfang: upplysingar@reykjavik.is |
Persónuverndarfulltrúi: | Persónuverndarfulltrúi: |
Gildistími og endurskoðun
Fræðsluefni þetta var síðast uppfært þann 1. apríl 2025. Ábyrgðaraðilar áskilja sér rétt til að uppfæra fræðsluna þegar þörf krefur.