Hönnun og skil

HÖNNUN OG SKIL

SKILAUPPLÝSINGAR

FYRIR BILLBOARD LED SKJÁI (STÓRIR 6m x 4m)

Almenn stærð:
1000 x 652 pixlar. (Landscape)

Aðrar stærðir:
Húsgagnahöllin: 1536 x 512 pixlar. (Landscape)
Hlíðarendi #1&#2 og Dugguvogur: 640 x 480 pixlar. (Landscape)

Skráarsnið: JPG eða PNG

Myndskeið/hreyfimyndir: Ekki leyfðar

Skriftur/vefborðar: Stærðir sjást hér að ofan, landscape > að fullu skalanlegar (responsive), hlutfall þarf alltaf að halda sér – hafa bakgrunn svartan.  Skriftur þurfa að hafa varamynd (fallback) sem birtist ef ekki næst samband við vefþjón skriftunnar.  Passa að fallback mynd hegði sér eins og aðalefnið, sbr align-top eða align-center.

Leyfilegar myndir eru JPG eða PNG, hámarksþyngd miðast við 1 MB (best að hafa eins létt og hægt er)

FYRIR BUZZ (LED SKJÁI Í STRÆTÓSKÝLUM)

Stærð: 400 x 600 pixlar (Portrait)

Skráarsnið: JPG eða PNG

Myndskeið/hreyfimyndir: Ekki leyfðar

Skriftur/vefborðar: Stærð sést hér að ofan, landscape > að fullu skalanlegar (responsive), hlutfall þarf alltaf að halda sér – hafa bakgrunn svartan.  Skriftur þurfa að hafa varamynd (fallback) sem birtist ef ekki næst samband við vefþjón skriftunnar.  Passa að fallback mynd hegði sér eins og aðalefnið, sbr align-top eða align-center.

Leyfilegar myndir eru JPG eða PNG, hámarksþyngd miðast við 1 MB (best að hafa eins létt og hægt er)

Spássía: 38 pixlar að ofan eða 6,4% – það er gert til þess að taka tillit til rauntímaupplýsinga frá Strætó sem eru efst á skjáunum. Bakgrunnurinn þarf alltaf að ná yfir allan flötinn (400 x 600 pixlar) því Strætóupplýsingarnar eru ekki á öllum skjáum. Sjá skýringarmyndir hér að neðan:

Röng útfærsla

Mynd með engri spássíu:  Virðist í lagi en virkar ekki þegar Strætó ramminn er kominn yfir.

Röng útfærsla

Mynd með engri spássíu og virkum Strætó ramma:  Hér er hluti af texta hulinn af Strætó rammanum.

Rétt útfærsla

Mynd með spássíu en engum Strætó ramma:  Þessi mynd virkar vel og þolir að fá Strætó ramma þegar það á við.

Rétt útfærsla

Mynd með spássíu og virkum Strætó ramma:  Hér sést að Strætó ramminn truflar ekki skilaboð auglýsanda.

FYRIR FLETTISKILTI

Stærð: 600 cm X 400 cm (Landscape)

Upplausn: 40 dpi miðað við raunstærð og í RGB

Skráarsnið: PDF, JPG eða PNG

FYRIR PLAKÖT

Stærð:

Venjuleg stærð: 118,5 cm X 175 cm (Portrait)
Stærri gerð: 125 cm X 182 cm (Portrait)

Upplausn: 100 dpi miðað við raunstærð og í RGB

Skráarsnið: PDF, JPG eða PNG

FYRIR HAMRABORGINA (PRENTUN)

Stærð:

Án blæðingu sýnilegur flötur:  Breidd 11.75 m – Hæð 11,25 m (Portrait)
Með blæðingu: Breidd 11,90 m – hæð 11,40 m

Mikilvægt er að myndum sé skilað með áföstum AdobeRGB (1998) prófíl.

Öll grafík ætti að vera í CMYK.

Með því ættu litir að vera sem næst því sem ætlað er.

Upplausn: 40 til 50 DPI

Skráarsnið: PDF, JPG eða PNG

FYRIR POSTER LED LEIGUSKJÁI

Stærð:  256 x 768 pixlar (Portrait) á stakan skjá

Fyrir video sem nær yfir 5 skjái:  1280 x 768 pixlar

Skráarsnið: JPG, PNG og MP4

Reglur fyrir heilmerkingar á skýlum eða auglýsingastöndum

1. Uppsetning á merkingum á biðskýli strætisvagna er aldrei heimil nema með sérstöku leyfi Billboard/Buzz.

2. Hafi verið samið um sérstakar merkingar á skýli eða auglýsingastanda eru þetta ófrávíkjanlegar reglur:

a.  Sá sem merkir skal ávallt fjarlægja merkingar aftur á gefinni dagsetningu og skila skýlinu/auglýsingastandinum frá sér í sama ástandi og hann var áður en merkingin var sett upp.

i.  Fjarlægja allar merkingar

ii. Fjarlægja allt lím sem verður eftir

iii. Þrífa fleti vel

b.  Bannað er að nota sterkt lím sem getur skemmt lakkhúð á skýlum eða auglýsingastöndum.

c. Þeir sem taka að sér að setja upp merkingar á biðskýli eða auglýsingastanda hafa með því samþykkt þessar reglur og undirgengist að greiða bætur sé þeim ekki fylgt.

i.  Séu merkingar ekki fjarlægðar og skýlið eða auglýsingastandurinn þrifinn nægjanlega vel á tilsettum degi skal senda kr. 50.000 +vsk reikning á viðkomandi merkingarfyrirtæki.

ii. Sé notað efni sem skemmir lakkhúð eða aðra hluta skýlis eða auglýsingastands skal sendur sérstakur reikningur fyrir þeim kostnaði til merkingaryfirtækisins.

HÖNNUNARLEIÐBEININGAR

Hafið skilaboðin stutt og skýr – vegfarandi hefur lítinn tíma til að lesa.

Veljið einfalt myndefni sem vegfarandi á auðvelt með að vera kennsl á og hafið bakgrunninn einfaldan.

Notið liti sem virka vel saman, hafa hátt andstæðugildi.

Notið stórt, auðlæsilegt letur. Forðist að nota eingöngu hástafi og passið að hæfilegt bil sé á milli stafanna, þ.e. að þeir standi ekki of þétt eða að það sé of mikið bil á milli þeirra.

Látið vörumerkið koma skýrt fram.

Hafið að lokum í huga að auglýsingaefni þarf að vera læsilegt úr mismundandi fjarlægðum, oft miðað við 300 metra +. Hafið þetta í huga við uppsetningu auglýsingaefnis

Þegar kemur að litanotkun í auglýsingum á útimiðlum er gott að hafa í huga að ekki eru allar litasamsetningar jafn áhrifaríkar. Arthur og Passini (1992) bjuggu til reikniaðferð sem sýnir hvernig mismunandi litir virka saman. Í meðfylgjandi töflu má sjá helstu niðurstöður en þar hafa verið reiknuð andstæðugildi mismunandi litasamsetninga. Ef skorið er 70 eða hærra þá er viðkomandi litasamsetning í lagi. Ef skorið er lægra en 70 þá er ástæða til að endurskoða viðkomandi litasamsetningu og prófa aðra ef tryggja á læsileika skilaboðanna.

Regnbogaland-6495-ColorTheory-tafla-800x800-LEIDRETT

Hér er hægt að nálgast myndina á PDF formati.