Fyrsti stóri LED skjárinn var ræstur 1.júlí 2016 við gatnamót Grensásvegar og Miklubrautar. Á sama tíma fór eins skjár í gang á Gullinbrú. Þrír minni skjáir við Sæbraut voru síðan gangsettir dagana á eftir en fljótlega voru tveir þeirra fjarlægðir þar sem tilskilin leyfi fyrir skilti á viðkomandi staðsetningum voru ekki fyrir hendi.
Í apríl 2017 voru settir upp fimm skjáir í Kópavogi, þrír við Fífuna og tveir við Lindir. Voru þá skjáirnir orðnir sjö þar sem slökkt var á skjánum við Dugguvog í millitíðinni. Síðar sama ár voru settir upp tveir skjáir á Selfossi við þjóðveg 1. Annar þeirra tekur á móti umferð á leið til höfuðborgarinnar meðan hinn tekur á móti ferðalöngum á leið sinni um Suðurlandið.
Í nóvember 2017 keypti félagið Dengsa ehf., en Jóhannes Tryggvason stofnaði Dengsa árið 1997 í þeim tilgangi að setja upp og þjónusta flettiskilti. Jóhannes „Dengsi“ var kraftaverkamaður á þessu sviði og settu hann og starfsmenn Dengsa upp fjölmarga standa fyrir íþróttafélög og fyrirtæki. Í lok árs 2017 tók Billboard við keflinu þegar félagið keypti Dengsa ehf. af fjölskyldu Jóhannesar.
Á árunum 2018, 2019 komu fjölmargir eigendur flettiskilta til samstarfs við Billboard um frekari LED væðingu flettiskilta. Voru þá settir upp LED skjáir við Hilton á Suðurlandsbraut, Sprengisand við Reykjanesbraut, Hörpustandinn við Vesturlandsveg og GKG standinn í Vetrarmýri í Garðabæ ásamt því að aftur var kveikt á skjánum við Dugguvog í Reykjavík.
Billboard er rekstraraðili allra stórra skilta en þau eru LED skjáir, flettiskilti og stóri dúkurinn á Hamraborginni.
Í desember 2020 – Billboard:
• 18 LED skjáir.
• 48 Flettiskiltafletir.
• Hamraborg – 138m2 Veggur í Kópavogi.
Sumarið 2018 gerði Dengsi ehf. samning við Reykjavíkurborg til 15 ára um rekstur biðskýla strætisvagna í borginni. Samningurinn gerir ráð fyrir 210 biðskýlum í þjónustu auk 50 auglýsingastanda sem fyrirtækið hefur leyfi til að setja upp í borginni. Í kjölfarið samdi félagið um afnot og sölurétt auglýsinga á eldri skýlum á öllu höfuðborgarsvæðinu ásamt yfirtöku á þjónustusamningum við Garðabæ, Hafnarfjörð, Seltjarnarnes og Kópavog. Ekki var til staðar samningur við Mosfellsbæ um rekstur skýla en hann var undirritaður snemma árs 2019 og verða samkvæmt honum 8 skýli rekin í bænum. Félagið hóf uppsetningu á biðskýlunum í ágúst 2019 og verður uppsetningu lokið fyrir lok september 2021. Ýmsar ástæður eru fyrir töfum við uppsetningu skýlanna sem má m.a. rekja til Covid-19 heimsfaraldursins.
Buzz er rekstraraðili allra biðskýla strætisvagna hvort sem um er að ræða skýli með LED skjáum, skýli með klassískum plakötum eða auglýsingastanda með LED eða klassískum plakötum.
Í desember 2020 – Buzz:
• 250 LED skjáir í biðskýlum strætisvagna og auglýsingastöndum (Reykjavík, Mosfellsbær, Hafnarfjörður og Garðabær).