Kostir umhverfismiðla

    Umhverfismiðlar eru góður og mjög hagkvæmur auglýsingakostur. Þar sem við erum flest reglulega í umferðinni og keyrum oftast sömu leiðina þá gefa umhverfismiðlar möguleika á mikilli dekkun og tíðni á tiltölulega stuttum tíma. Að auki er auðvelt að birta skilaboð tengd ákveðnum staðsetningum ef þörf er á.

    Með vel útfærðu og dreifðu birtingaplani getur þú náð til xxx.xxx vegfarenda á dag.

    LED byltingin

    Stór hluti okkar skilta er stafrænn. Byltingin sem varð með komu starfrænu LED skiltanna hefur aukið enn á hagkvæmni og árangur miðlanna okkar. Þau eru umhverfisvænn kostur því ekki þarf að prenta efni, heldur er það eingöngu hanna til birtingar á skjám. Þannig skilar auglýsingin sér alltaf jafn skýrt til neytandans því birtustig skjásins lagar sig að birtu dagsins. Auk þess eykur þetta sveigjanleika miðilsins því miðlægt kerfi veldur því að auðvelt er að skipta út auglýsingum eða breyta þeim með litlum fyrirvara.