Umhverfisauglýsingar

Umhverfisauglýsingar eru einn áhrifamesti birtingarmiðillinn og eru að auki einn sá ódýrasti þar sem þær kosta minna á hverja þúsund birtingar en nokkur önnur tegund auglýsingamiðla. Umhverfisauglýsingar geta hitt í mark einar og sér eða styrkt undir stoðir á stærri herferðum þar sem fleiri birtingarmiðlar eru einnig notaðir.

Bylting í birtingum

Billboard er með níu LED skilti staðsett á mismunandi stöðum á höfuðborgarsvæðinu og við Selfoss. Skiltin eru m.a. þar sem áður voru flettiskilti og hafa staðsetningarnar nú þegar fengið orð á sig sem einn af bestu auglýsingastöðum landsins. Með því að auglýsa á LED skiltunum okkar þarf einungis að hanna auglýsingu fyrir skjá, ekki prenta neitt og unnt að skipta um auglýsingu eftir hentisemi. Hver birting er 8 sekúndur og birtist auglýsingin þín að meðaltali um 600 sinnum á sólarhring fyrir hvern skjá sem hún á að birtast á. Eigi hún að birtast a tveimur skjám er birtingafjöldinn að meðaltali 1.200 birtingar á sólarhring.

1 skjár: 600* birtingar á sólarhring sem ná til allt að 15.000 vegfarenda
2 skjáir: 1.200* birtingar á sólarhring sem ná til allt að 30.000 vegfarenda
3 skjáir: 1.800* birtingar á sólarhring sem ná til allt að 45.000 vegfarenda
4 skjáir: 2.400* birtingar á sólarhring sem ná til allt að 60.000 vegfarenda
5 skjáir : 3.000* birtingar á sólarhring sem ná til allt að 75.000 vegfarenda
6 skjáir: 3.600* birtingar á sólarhring sem ná til allt að 90.000 vegfarenda
7 skjáir: 4.200* birtingar á sólarhring sem ná til allt að 105.000 vegfarenda
8 skjáir: 4.800* birtingar á sólarhring sem ná til allt að 120.000 vegfarenda
9 skjáir: 5.400* birtingar á sólarhring sem ná til allt að 135.000 vegfarenda
*Að meðaltali

Tækni sem skilar árangri

LED skiltin eru háþróaður búnaður sem aðlaga sig að birtustigi hvers augnabliks þannig að auglýsingarnar skila sér alltaf í réttu ljósi miðað við aðstæður. Auglýsingin er þannig sýnileg hvort sem það er sól eða myrkur en í réttu birtustigi þannig að hún nái til vegfarenda en trufli ekki ökumenn á leið framhjá skiltunum.

Umhverfisvænn kostur – engin prentun

LED skiltin eru umhverfisvænn kostur þar sem ekki þarf að prenta neitt efni heldur er auglýsingaefnið einungis hannað fyrir skjái. Auglýsingin mun alltaf skila sér jafn vel til neytandans því hún er alltaf jafn skýr þar sem birtustig skjásins aðlagar sig að birtu dagsins. Þú getur skipt um auglýsingu á hverjum degi eða verið með margar mismunandi auglýsingar sem birtast til skiptis.

Það sem umhverfisauglýsingar snúast um í dag – Endalausir möguleikar

Þú getur valið hvort þú velur 1 eða fleirri sæti í hverjum birtingahring. Yfirtökur á skjánum eru mjög vinsælar en þar velja fyrirtæki að taka öll sætin í birtingahringnum.. þá birtist enginn annar auglýsandi á viðkomandi skjá þann daginn. Slíkar birtingar henta þeim sem vilja ná til sem flestra á stuttum tíma en færri sæti í birtingahringnum henta þeim sem vilja minna á sig reglulega á lengra tímabili. Allt snýst þetta um hvert markmið þitt er. Við aðstoðum með ánægju en ef þú vilt taka skjá yfir þarf að panta slíkar birtingar með nokkrum fyrirvara þannig að hægt sé að taka öll sætin frá fyrir þig.

Með því að auglýsa á LED skiltunum okkar nærðu til neytenda á mjög þægilegan máta og auglýsingin skilar sér alltaf jafn skýrt til þeirra

NAUÐSYNLEGAR UPPLÝSINGAR OG AUGLÝSINGASKIL

Myndir sem passa ekki við neðangreind hlutföll munu fá svartar rendur, ýmist uppi og niðri eða hægra og vinstra megin, allt eftir því hvort þær séu of breiðar eða of háar.

Fyrir Billboard LED skjái (stórir 6m x 4m):

Stærð: 1000 x 652 pixlar. (Landscape)

Skráarsnið: JPG eða PNG

Myndskeið/hreyfimyndir: Ekki leyfðar

Fyrir Buzz (LED skjái í strætóskýlum)

Stærð: 400 x 600 pixlar (Portrait)

Skráarsnið: JPG eða PNG

Myndskeið/hreyfimyndir: Ekki leyfðar

HAFIÐ SAMBAND
[recaptcha]