HÖNNUNARLEIÐBEININGAR

  Hönnunarleiðbeiningar varðandi auglýsingaefni á útimiðlum

  Hafið skilaboðin stutt og skýr – vegfarandi hefur lítinn tíma til að lesa.

  Veljið einfalt myndefni sem vegfarandi á auðvelt með að vera kennsl á og hafið bakgrunninn einfaldan.

  Notið liti sem virka vel saman, hafa hátt andstæðugildi.

  Notið stórt, auðlæsilegt letur. Forðist að nota eingöngu hástafi og passið að hæfilegt bil sé á milli stafanna, þ.e. að þeir standi ekki of þétt eða að það sé of mikið bil á milli þeirra.

  Látið vörumerkið koma skýrt fram.

  Hafið að lokum í huga að auglýsingaefni þarf að vera læsilegt úr mismundandi fjarlægðum, oft miðað við 300 metra +. Hafið þetta í huga við uppsetningu auglýsingaefnis

  Þegar kemur að litanotkun í auglýsingum á útimiðlum er gott að hafa í huga að ekki eru allar litasamsetningar jafn áhrifaríkar. Arthur og Passini (1992) bjuggu til reikniaðferð sem sýnir hvernig mismunandi litir virka saman. Í meðfylgjandi töflu má sjá helstu niðurstöður en þar hafa verið reiknuð andstæðugildi mismunandi litasamsetninga. Ef skorið er 70 eða hærra þá er viðkomandi litasamsetning í lagi. Ef skorið er lægra en 70 þá er ástæða til að endurskoða viðkomandi litasamsetningu og prófa aðra ef tryggja á læsileika skilaboðanna.

  Regnbogaland-6495-ColorTheory-tafla

  Hér er hægt að nálgast myndina á PDF formati.